Cover PMS

Fullkomið hótelbókunarkerfi með nútímalegu viðmóti, sjálfvirkni í samskiptum og greiðslum auk tenginga við endursöluaðila, bókhaldskerfi og kassakerfi svo eitthvað sé nefnt.

Address

Cover
Borgartún 37, Reykjavík
Ísland

Móttökulausn og birgða- og verðstýringarkerfi

Hugbúnaðurinn Cover er þróaður fyrir sjálfstæð hotel og minni hótel keðjur. Lausnin er einstaklega notendavæn, auðveld í notkun og virkar fyrir allar skjástærðir þannig starfsmenn geta bókað beint í gegnum spjaldtölvu eða farsíma án þess að gera málamiðlun á notendaupplifun.

brightness_1
Auðvelt að byrja og þjálfa nýtt starfsfólk
brightness_1
Prentaðu fallega reikninga og önnur verkefni
brightness_1
Rauntíma verð og birgðastýring fyrir eigin vef og endursölu aðila eins og Booking.com og Expedia.

Channel Manager

Við tengjumst hundruðum sölurása líkt og Booking.com, Expedia og AirBnB. Þú getur hætt að hafa áhyggjur af birgðastöðunni og farið aftur að sinna aðal atriðunum – eins og að veita framúrskarandi þjónustu til þinna viðskiptavina sem eru á staðnum.

brightness_1
Sjálfvirkar uppfærslur á birgðastýringu
brightness_1
Auðveldlega hægt að breyta verðum og hvaða verð eru í sölu á hverjum stað
brightness_1
Við sjáum um alla uppsetningu og tengingar

Helstu endursöluaðilar

Bókunarvél

Stærsti ávinningurinn af því að leyfa viðskiptavininum þínum að bóka beint á vefnum hjá þér er að þú stýrir allri notendaupplifun frá bókun til umsagnar. Þetta þýðir að þú getur gert ferlið snöggt og þægilegt, eitthvað sem viðskiptavinir vilja og munu sækja aftur í og mæla með.

brightness_1
Snjalltækjavæn bókunarvél sem er auðveld í notkun
brightness_1
Tilboðskerfi til að auka bókanir
brightness_1
Sæktu á (e. Retarget) viðskiptavini sem bókuðu ekki í gegnum tölvupóst eða Facebook

Mikilvægasta sölurásin þín!

Vefsíðan þín er eina sölurásin sem þú átt og ræður yfir, það gefur þér færi á að útbúa hina fullkomnu bókunarupplifun. Gististaðir sem halda ekki úti sinni eigin vefsíðu og læra hvernig eigi að koma henni á framfæri enda á því að reiða sig of mikið á ferðaskrifstofur (e. OTA). Þetta þýðir að þau greiða meira í söluþóknun og eru að tapa peningum á að vera taka ekki beint við bókunum.

brightness_1
Ókeypis vefur fyrir hótelið fylgir Cover PMS
brightness_1
Hýsing á vefnum er innifalin
brightness_1
Uppfærður fyrir leitarvélar
brightness_1
Öruggur, hraður og viðhaldslaus vefur

Cover Payments

Leyfðu Cover Payments að sjá um alla handavinnuna þegar kemur að greiðslum og tilkynningum eins og tölvupóst sendingum til viðskiptavinar. Með afar einföldum hætti er hægt að setja upp reglur þannig kort allra viðskiptavina eða frá ákveðnum sölurásum séu rukkuð sjálfkrafa að fullu eða að hluta. Auk tölvupóstsendinga fyrir innritun, eftir innritun, eftir brottför sem eitthvað sé nefnt.

brightness_1
Kortanúmer viðskiptavina eru örugglega vistuð í PCI vottuðu umhverfi
brightness_1
Einfalt að ganga frá greiðslu án þess að snerta kortaupplýsingar
brightness_1
Settu upp reglu sem rukkar allar pantanir frá ákveðinni sölurás 48 klst fyrir innritun.

Cover Connect

Við bjóðum þér að tengja hinar ýmsu lausnir við Cover, allt frá bókhalds- og tekjustýringarkerfum yfir í iPad kassakerfi og housekeeping smáforrits.

brightness_1
Afhverju að giska á réttu verðin þegar þú getur notast við tekjustýringarlausnir sem reikna út besta verðið hverju sinni
brightness_1
Seldu meira með ipad kassakerfi á barnum eða veitngastaðnum og skrifaðu kaupin á herbergi viðskiptavinar
brightness_1
Uppfærðu stöðu herbergja um leið og þau eru þrifin með einföldu smáforriti sem heldur utan um þrifalista, stöðu á rúmfötum og fleira

Vinsælustu tengingarnar

Byrjaðu strax að nota Cover!

Þú einfaldlega skráir þig með því að nota tölvupóstfangið þitt, strax í kjölfarið getur þú hlaðið inn herbergjagerðum, verðum, framboði og byrjað að taka við bókunum í gegnum eigin vef og hinar ýmsu sölurásir. Það besta er að Cover PMS er ókeypis!

Vantar þig aðstoð?